Gull

Texti: Valgarður Guðjónsson

Við sitjum niðursokkin í allt fals
er nýaldarruglið kom til tals.
Að mestu heimska og fikt þá segir ein
en varla gerir nokkrum mein.
Þór hafði heyrt um opinn miðilsfund
sem lýsti upp með smalahund.
En Helgi segist eitt sinni hafa hitt
fólk sem hafði misst allt sitt.

Þeir vita um þig en vissir þú.
Gull bóna þeir nú.

Við sátum nokkur þar með allt til alls
er nýaldarruglið kom til tals.
Að mestu saklaust fikt þar sagði ein
sem varla gerir nokkrum mein.
En Helgi hafði hátt og nefndi kalt
dæmi um fólk sem missti hafði allt.
Örn sagðist hafa setið miðilsfund
og séð afturgenginn smalahund.

Lög