Og upp rísa iðjagrænir Fræbbblar

Texti: Valgarður Guðjónsson, Steinþór Stefánsson, Stefán Karl Guðjónsson

Segðu eitt orð við mig,
ég hef smádjobb fyrir þig.
Mig vantar handrit að þætti
um borgarastyrjöld hér.

Ég sá tvö mórauð ský
það kemur bylting fyrir víst.
Ég ætla að festa hana á filmu
en mig vantar eitthvað plott.

Við höfum þetta sama
og "creep"-in gleypa við:
Normal skammt af morðum,
innyfli og blóð.

Og inn í þetta fléttast
kjaftæði og raus
um vandamál og þvætting.
Þú veist hvað ég á við.

Við skipuleggjum skot.
Þetta er pottþétt plott.
Við sendum nokkra dauða.
Fáum ódýrt "stunt" gengi.

Við filmum þetta "live".
Raunverulegt blóð.
Laugavegur rauður.
Þetta er dauðadæmd þjóð.

Þeir sótthreinsuðu skerið
og nýja fólkið fann
meðbyr eða hræðslu
er gamla fólkið brann.

Og nýja fólkið ferðast
og flytur fagnaðinn
með tíu litlum dauðum
sem herða mannskapinn.

Við kveðjum þetta sker.
Það deyr sem betur fer.
Þessi þáttur skilar af sér
og ég get bjargað mér.

Blessuð sértu sveitin mín.
Blessuð sértu sumarsól.
Blessuð sértu þetta og hitt.
Blessuð sértu, vertu bless.

Snorra Edda brennur
og dómkirkjan í rúst.
Þingmennirnir hanga,
"diz"a verður köld.
Og Austurvöllur verður
að stórri fjöldagröf.
Tómar tóftir stara
á sviðna Hótel Sorg.

Lög